logo-for-printing

09. júní 2011

Efnahagsyfirlit lífeyrissjóða

Efnahagsyfirlit lífeyrissjóða fyrir apríl 2011 var birt í dag á heimasíðu bankans.
Hrein eign lífeyrissjóða var 1.984 ma.kr. í lok apríl og hækkaði um tæplega 20 ma.kr. í mánuðinum eða um 1,0%. Innlend verðbréfaeign hækkaði um 14,8 ma.kr og nam 1.408 ma.kr. í lok mánaðarins. Erlend verðbréfaeign nam 486,2 ma.kr. og hækkaði um 4,6 ma.kr. Sjóður og bankainnstæður hækkuðu um 1,9 ma.kr. og námu 155,5 ma.kr. í lok apríl.

Vert er að taka fram að enn er nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna.

 

Til baka