logo-for-printing

11. apríl 2011

Álit Fitch í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn

Matsfyrirtækið Fitch birti í dag álit í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn sem haldin var laugardaginn 9. apríl síðastliðinn. Álitið felur ekki í sér breytingu á lánshæfismati Ríkissjóðs Íslands en fram kemur að niðurstaðan geti tafið fyrir hækkun í fjárfestingaflokk í nánustu framtíð. Fitch lækkaði langtímaeinkunn ríkissjóðs í erlendri mynt í BB+ með neikvæðum horfum úr BBB- 5. janúar 2010 í framhaldi af ákvörðun um að vísa fyrri Icesave samningi til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hér má sjá álitið í heild sinni: Álit Fitch 11.4.2011 

Til baka