logo-for-printing

11. október 2010

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins dagana 8. til 11. október 2010

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn 8. október og fundur fjárhagsnefndar AGS var haldinn 9. október. Már Guðmundsson seðlabankastjóri er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sótti fundina. Ársfundaræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltslanda var höndum norska seðlabankastjórnans Svein Gjedrem. Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni fjármálaráðherra Noregs, Sigbjørn Johnsen. Ársfundaræðan og yfirlýsing kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS eru birtar í heild sinni á vefsíðum Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og má nálgast hér:

Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Haust 2010 (pdf)

Yfirlýsing kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Haust 2010 (pdf)

Í tengslum við haustfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldin ráðstefna á vegum bandaríska fjárfestingabankans J.P. Morgan hinn 9. október. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri héldu erindi á ráðstefnunni. Kynningarefni sem fylgdi erindunum má sjá hér:

Erindi fjármálaráðherra (pdf)

Erindi seðlabankastjóra (pdf)

Seðlabankastjóri átti auk þess fundi með öðrum seðlabönkum, alþjóðlegum fjármálastofnunum, matsfyrirtækjum og stjórnendum og starfsfólki AGS. Þá sótti seðlabankastjóri fund stýrinefndar um alþjóðlegar reglur um fjármagnshreyfingar og skipulagt skuldauppgjör, en hann tók nýlega sæti í nefnd sem Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans, Henrique de Campos Meirelles, seðlabankastjóri Brasilíu og Toshihiko Fukui, fyrrverandi seðlabankastjóri Japans stýra. Nánari upplýsingar um starf nefndarinnar má finna hér: www.iif.com

Annað efni er tengist vorfundi fjárhagsnefndar AGS má nálgast á heimasíðu sjóðsins: www.imf.org

.

Til baka