logo-for-printing

05. nóvember 2009

Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti á viðskiptareikningum innlánsstofnana um 0,5 prósentur í 9%. Hámarksfjárhæð í vikulegum útboðum innstæðubréfa til 28 daga verður aukin úr 25 ma.kr. í 30 ma.kr., með 9,5% lágmarksvöxtum og 10,25% hámarksvöxtum. Í því felst 0,25 prósenta hækkun hámarksvaxta. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga verða lækkaðir úr 12% í 11% og daglánavextir úr 14,5% í 13%.

Frétt nr. 34/2009

5. nóvember 2009

 

 

 

Ritið Peningamál 2009/4 verður birt á vef bankans í dag. Það verður gert eftir kl. 11:00, þegar sérstök vefútsending er hafin þar sem rökin fyrir ákvörðun peningastefnunefndar verða kynnt, auk þess sem greint verður frá meginefni Peningamála 2009/4.

Til baka