logo-for-printing

20. mars 2009

Nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands

Nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands var kjörið á Alþingi 16. mars sl. Aðalmenn í ráðinu eru Lára V. Júlíusdóttir lögmaður, Ragnar Árnason prófessor, Ágúst Einarsson rektor, Katrín Olga Jóhannesdóttir rekstrarhagfræðingur, Ragnar Arnalds fyrrverandi alþingismaður, Friðrik Már Baldursson prófessor og Jónas Hallgrímsson framkvæmdastjóri.

Ráðið var kosið til fyrsta þings eftir næstu alþingiskosningar í samræmi við ákvæði til bráðabirgða I í lögum nr. 5/2009, sbr. 26. gr. laga nr. 36/2001.

Varamenn í ráðið voru kjörin Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri, Birgir Þór Runólfsson dósent, Guðmundur Jónsson verkfræðingur, Sigríður Finsen hagfræðingur, Hildur Traustadóttir, Fjóla Björk Jónsdóttir og Ingibjörg Ingvadóttir lektor.

Til baka