logo-for-printing

22. september 2008

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur lokið reglubundnum umræðum um íslenska efnahagsmál

Hinn 19. september, birti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á heimasíðu sinni fréttatilkynningu (www.imf.org), þar sem greint er frá því að framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi lokið reglubundnum umræðum um stöðu og horfur í efnahagsmálum á Íslandi (e. 2008 Article IV Consultation). Sérfræðingar sjóðsins komu hingað til lands í lok júní sl. (sjá frétt Seðlabanka Íslands nr. 24/2008 frá 4. júlí 2008).

Skýrsla sérfræðinga Sjóðsins ( e. Article IV Staff Report) verður birt á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Seðlabanka Íslands innan tíðar.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bankastjórnar í síma 569-9600.

Nr. 29/2008
22. september 2008

Til baka