logo-for-printing

04. júní 2008

Nýjar reglur um gjaldeyrisjöfnuð

Seðlabanki Íslands gaf í dag út nýjar reglur um gjaldeyrisjöfnuð fjármálafyrirtækja sem gildi taka 1. júlí n.k. Meginbreytingin frá fyrri reglum er að misvægi á milli gengisbundinna eigna og skulda fjármálafyrirtækja skal mest nema 10% af eigin fé hverju sinni en var 30% í fyrri reglum. Lægra misvægi, sem nýju reglurnar fela í sér, er ætlað að draga úr áhættu og stuðla að virkari verðmyndun gjaldeyris á millibankamarkaði.

Til varnar neikvæðum áhrifum af breytingum á gengi krónunnar á eiginfjárhlutfall getur Seðlabanki Íslands hér eftir sem hingað til veitt fjármálafyrirtæki heimild til þess að hafa sérstakan jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð utan við almennan gjaldeyrisjöfnuð. Stærstu viðskiptabankarnir, sem reka umsvifamikla starfsemi erlendis, hafa slíka heimild frá Seðlabankanum.

Nr. 20/2008
4. júní 2008

Til baka