logo-for-printing

06. september 2006

Skipulagsbreytingar í Seðlabanka Íslands

Hinn 1. september sl. tóku gildi skipulagsbreytingar í Seðlabanka Íslands. Peningamálasvið sem annaðist innlend viðskipti bankans og alþjóðasvið sem annaðist þau erlendu voru sameinuð. Öllum viðskiptum Seðlabankans er nú sinnt af nýju sviði, alþjóða- og markaðssviði. Um leið var tölvudeild, sem tilheyrt hafði rekstrarsviði, færð til tölfræðisviðs. Markmiðið með því er ekki síst að rafvæða frekar talnalega upplýsingaöflun Seðlabankans og auka sjálfvirkni hennar. Tómas Örn Kristinsson varð framkvæmdastjóri þessa sviðs. Hann var áður framkvæmdastjóri peningamálasviðs. Sturla Pálsson er settur framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs. Hann var settur framkvæmdastjóri alþjóðasviðs.

Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.

Nr. 34/2006
5. september 2006

Til baka