logo-for-printing

02. desember 2005

Seðlabanki Íslands hækkar vexti

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur frá og með 6. desember n.k. í 10,5%. Aðrir vextir bankans verða einnig hækkaðir um 0,25 prósentur frá 11. desember n.k. Í ársfjórðungsritinu Peningamálum sem bankinn birtir á heimasíðu sinni í dag eru færð rök fyrir ákvörðun banka­stjórnar um að hækka vexti nú.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Oddsson formaður bankastjórnar í síma 569-9600.

Nr. 38/2005
2. desember 2005

Til baka