logo-for-printing

01. júní 2004

Seðlabanki Íslands hækkar vexti

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur frá og með næsta uppboði á endurhverfum lánssamningum við lánastofnanir sem fram fer 8. júní n.k. Tilefni vaxtahækkunarinnar nú er að finna í greiningu og nýrri verðbólguspá bankans í júníhefti ársfjórðungsritsins Peningamála sem birt var á heimsíðu bankans nú síðdegis. Í niðurlagi inngangsgreinar Peningamála segir að horfurnar sem nú eru kynntar gætu gefið tilefni til meiri hækkunar vaxta að þessu sinni. Því megi búast við að bankinn hækki stýrivexti sína fljótlega aftur gefi nýjar upplýsingar ekki sterkar vísbendingar um betri verðbólguhorfur.

Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnar í síma 569-9600.

14/2004
1. júní 2004

 

Til baka