logo-for-printing

03. september 2003

Skýrslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland

Nýjar skýrslur um Ísland voru birtar á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (www.imf.org) 29. ágúst síðastliðinn, annars vegar reglubundin skýrsla um stöðu og horfur í efnahagsmálum (Staff Report for the 2003 Article IV Consultation) og hins vegar skýrsla um fjármálastöðugleika (Financial System Stability Assessment ' update). Síðarnefnda skýrslan var samin í kjölfar heimsóknar sérfræðinga á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands sl. vor til þess að fylgja eftir viðamikilli úttekt á íslensku fjármálakerfi sem fram fór síðla árs 2000 og í ársbyrjun 2001. Skýrslan um þá úttekt var birt á heimasíðu alþjóðagjaldeyrissjóðsins í júní 2001.

Á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur einnig verið birt frétt hans um skýrslurnar og um umræður sem fram fóru um þær í framkvæmdastjórn sjóðsins seint í síðasta mánuði.

Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands og Jón Þ. Sigurgeirsson framkvæmdastjóri alþjóðasviðs í síma 569-9600.

Nr. 23/2003
3. september 2003

Til baka