Stjórnsýsla og skipurit

Stjórn bankans er í höndum seðlabankastjóra. Stjórnskipulega fellur Seðlabankinn undir fjármála- og efnahagsráðherra og sjö manna bankaráð, sem kosið er hlutfallskosningu á Alþingi að þingkosningum loknum. Bankaráðið kýs formann og varaformann úr sínum hópi. Bankaráð hefur eftirlit með starfsemi Seðlabankans. Ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd.

 

Seðlabankastjóri

Már Guðmundsson
Seðlabankastjóri frá 20. ágúst 2009. Stutt ferilskrá ásamt myndum.

 

Aðstoðarseðlabankastjóri 

Arnór Sighvatsson
Aðstoðarseðlabankastjóri frá 27. febrúar 2009.

 

Aðrir helstu stjórnendur í Seðlabanka Íslands

Alþjóðasamskipti og skrifstofa bankastjóra: Jón Þ. Sigurgeirsson framkvæmdastjóri
Fjárhagur: Erla Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri
Fjármálainnviðir: Guðmundur Kr. Tómasson framkvæmdastjóri
Fjármálastöðugleiki: Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri
Gagnasöfnun og upplýsingavinnsla: Tómas Örn Kristinsson framkvæmdastjóri 
Gjaldeyriseftirlit: Guðmundur Sigbergsson starfandi framkvæmdastjóri
Hagfræði og peningastefna: Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur
Lögfræðiráðgjöf: Sigríður Logadóttir aðallögfræðingur
Markaðsviðskipti og fjárstýring: Sturla Pálsson framkvæmdastjóri
Rekstur og starfsmannamál: Ásta H. Bragadóttir framkvæmdastjóri
Innri endurskoðandi: Nanna Huld Aradóttir

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

Bankaráð Seðlabankans

Seðlabanki Íslands var upphaflega undir stjórn fimm manna bankaráðs sem kosið var hlutfallskosningu á Alþingi. Á árinu 2001 var fulltrúum í bankaráði fjölgað í sjö. Hlutverk bankaráðsins hefur einkum verið að hafa eftirlit með starfsemi bankans, staðfesta reglur og tillögur seðlabankastjóra og ráða aðalendurskoðanda, eins og fram kemur í 28. grein laga um Seðlabankann, nr. 36/2001. 

 

Bankaráð, kosið á Alþingi 25. apríl 2017: 

Aðalmenn:
Þórunn Guðmundsdóttir
Björn Valur Gíslason
Sigurður Kári Kristjánsson
Þór Saari
Sveinn Agnarsson
Frosti Sigurjónsson
Auður Hermannsdóttir

Varamenn: 
Kristín Thoroddsen
Hildur Traustadóttir
Þórlindur Kjartansson
Ólafur Margeirsson
Auðbjörg Ólafsdóttir
Bára Ármannsdóttir
Sunna Jóhannsdóttir

 

Bankaráð, kjörið á Alþingi 5. júlí 2013 (umbooð þess féll niður 25. apríl 2017 er nýtt ráð var kjörið): 

Aðalmenn:
Þórunn Guðmundsdóttir formaður (frá 30. apríl 2015, kosin af Alþingi 26. mars 2015)
Jón Helgi Egilsson varaformaður
Ingibjörg Ingvadóttir,
Ragnar Árnason,
Ágúst Ólafur Ágústsson,
Björn Valur Gíslason,
Auður Hermannsdóttir.

Varamenn:
Bára Valdís Ármannsdóttir, (kjörin af Alþingi 19. desember 2015)
Þórlindur Kjartansson, (kjörinn af Alþingi 24. maí 2016)
Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
Leó Löve,
Sigrún Elsa Smáradóttir,
Hildur Traustadóttir,
Sunna Jóhannsdóttir.

Á myndinni, sem tekin var í desember 2015 af þeim sem sátu reglulega fundi bankaráðs á árinu, eru standandi frá vinstri: Stefán Jóhann Stefánsson, ritari bankaráðs, Björn Valur Gíslason, Auður Hermannsdóttir, Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Ingibjörg Ingvadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Sitjandi frá vinstri: Jón Helgi Egilsson, Þórunn Guðmundsdóttir, formaður bankaráðs, og Ragnar Árnason.

 

Peningastefnunefnd

Í peningastefnunefnd sitja seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, einn af yfirmönnum bankans á sviði mótunar eða stefnu í peningamálum og tveir sérfræðingar á sviði efnahags- og peningamála sem ráðherra skipar til fimm ára í senn. Seðlabankastjóri er jafnframt formaður peningastefnunefndar. Frá því í mars 2012 sitja í peningastefnunefnd Már Guðmundsson seðlabankastjóri, formaður, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur, Katrín Ólafsdóttir lektor við Háskólann í Reykjavík og Gylfi Zoega prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

 

null

Mynd af peningastefnunefnd, eins og hún var skipuð í mars 2012. Talið frá vinstri: Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir, Már Guðmundsson, Arnór Sighvatsson og Gylfi Zoega.