17.03.2017Allt sem þú vildir vita um gengi krónunnar

Allt sem þú vildir vita um gengi krónunnar

Allt sem þú vildir vita um gengi krónunnar en þorðir ekki að spyrja um, er heiti á erindi sem Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, hélt í gær á Ferðaþjónustudegi í Hörpu í Reykjavík. Þar kemur meðal annars fram að hraður vöxtur útflutnings og efnahagsumsvifa hafi leitt til mikillar gengishækkunar sem er mikilvægur hluti efnahagsaðlögunar.

Arrow right Nánar
21.02.2017Erindi aðalhagfræðings um stöðu efnahagsmála og peningastefnuna

Erindi aðalhagfræðings um stöðu efnahagsmála og peningastefnuna

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, flutti í dag fyrirlestur í Rótarýklúbbi Kópavogs um stöðu efnahagsmála og penignastefnuna. Í fyrirlestrinum fór Þórarinn yfir þróun efnahagsmála hér á landi á undanförnum árum og greindi frá þeim árangri sem náðst hefði í stjórn peningamála. Þá fjallaði Þórarinn um þær breytingar sem orðið hefðu á ramma peningastefnunnar og viðhorf í þeim efnum.

Arrow right Nánar
05.01.2017Grein seðlabankastjóra um velgengni og gengi krónunnar

Grein seðlabankastjóra um velgengni og gengi krónunnar

Már Guðmundsson skrifaði eftirfarandi grein sem birt var í Fréttablaðinu 30. desember 2016. Í greininni segir hann m.a: „Það gengur óvenju vel í þjóðarbúskap Íslendinga um þessar mundir. Það er full atvinna og kannski gott betur eins og sést á miklum aðflutningi erlends vinnuafls og þeirri staðreynd að um 40% fyrirtækja kvarta undan skorti á vinnuafli. Til viðbótar þessu er kaupmáttur launa í sögulegum hæðum og eignir heimila umfram skuldir hafa ekki í langan tíma verið meiri.“

Arrow right Nánar