Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á þessari síðu eru m.a. birt skjöl sem notuð hafa verið á kynningarfundum og fyrirlestrum um starfsemi Seðlabanka Íslands þegar hópar skólafólks, starfsmannahópar eða aðrir hópar heimsækja bankann. Þess má geta að í Myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns sem staðsett er á fyrstu hæð bankans við Kalkofnsveg er aðgengilegt kynningarefni á margmiðlunarformi. Safnið er opið daglega frá 13.30 til 15.30, eða samkvæmt sérstökum óskum. Þar er m.a. yfirlit yfir alla mynt- og seðlaútgáfu á Íslandi. Þar er einnig sérstakur tölvuleikur fyrir þá sem vilja spreyta sig sem seðlabankastjóri.

Nýlegt kynningarefni fyrir námsfólk:

Stefán Jóhann Sefánsson, ritstjóri:
Almenn kynnning um starfsemi Seðlabanka Íslands (pdf-skjal) (Uppfært í október 2013)

Kynningarefni á vefjum annarra seðlabanka og í stofnunum tengdum þeim:
Aðrir seðlabankar hafa framleitt kynningar- og kennsluefni á prentuðu eða rafrænu formi, m.a. ýmsa tölvuleiki sem eru aðgengilegir á vefnum. Hér er hluti þessa (athugið að þetta efni breytist reglulega):

Kennsluefni Seðlabanka Englands

Kennsluefni Seðlabanka Sviss (m.a. á ensku)