Beint á efnisyfirlit síðunnar

 Til þess að peningastefnan geti verið framsýn þarf Seðlabankinn að ráða yfir líkönum sem gera honum kleift að meta efnahagshorfur, einkum verðbólguhorfur. Töluverður hluti rannsókna innan bankans er helgaður þessu viðfangsefni. Á undanförnum árum hefur verið unnið að gerð ársfjórðungslegs þjóðhagslíkans og gagnagrunns sem tengist því. Líkanið var tekið í notkun í byrjun árs 2006 og hefur hlotið nafnið QMM (e. Quarterly Macroeconomic Model). 

Þegar er ljóst að geta bankans við spá- og greiningarvinnu hefur batnað verulega með tilkomu QMM. Áfram verður unnið að frekari þróun líkansins og greiningu á langtímaeiginleikum þess.

Þessu til viðbótar er hafinn undirbúningur að þróun nýs heildarjafnvægislíkans sem notað verður samhliða QMM, en slík jafnvægislíkön henta betur við hagstjórnartilraunir.

Ítarefni:
QMM 2.2 Handbók (.pdf) nóvember 2011

QMM Gagnagrunnur (.xlsx) 13. maí 2015.xlsx

QMM 2.2 Líkanaskrá (.txt) nóvember 2011
QMM 2.2 Stikaskrá (.txt) nóvember 2011

QMM 2.1 Handbók  júní 2011 
QMM 2.0 Handbók  9. febrúar 2009
QMM 1.1 Handbók   júní 2007
QMM 1.0 Handbók  desember 2006

Tengt efni: 
     - Málstofa um nýtt ársfjórðungslegt þjóðhagslíkan 14. nóvember 2006
     -Viðauki 1 í Peningamálum 2006/3, bls. 57-60 um miðlunarferli peningastefnu í þjóðhagslíkani Seðlabanka Íslands
     - Viðtal við Þórarin G. Pétursson, forstöðumann rannsóknar- og spádeildar í Fréttablaðinu 15. nóvember 2006
     - Viðauki 1 í Peningamálum 2006/1 um nýtt ársfjórðungslegt þjóðhagslíkan Seðlabanka Íslands
     - Rammagrein í Peningamálum 2006/1 um aðferðir Seðlabanka Íslands við verðbólguspár