Beint á efnisyfirlit síðunnar

Söfn Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands rekur skjalasafn, bókasafn og myntsafn í því skyni að safna, skrá  og varðveita heimildir, miðla upplýsingum og veita fræðslu. Starfsemi safnanna fer fram  í aðalbyggingu við Kalkofnsveg 1 og í Einholti 4. Í aðalbyggingu er handbókasafn, myntsýning ásamt skjalastjórn og skjalaþjónustu. Í Einholti 4 er umsýsla og varðveisla muna og skjala.